Rafrænar verðmerkingar hjá Garðsapótek
Frá því vorið 2016 hefur Garðsapótek notast við stafræna hillumiða frá Edico við góðan orðstír. Garðsapótek er einkarekið apótek og hefur verið starfrækt síðan 1956 og er staðsett á Sogavegi, það er í eigu Hauks Ingasonar lyfjafræðings. Haukur hefur verið natinn við að tæknivæða apótekið hjá sér því hann er einnig með Qmatic númerakerfi frá Edico.
Haukur Ingason, lyfsali og forstjóri Garðsapóteks segir að rafrænu verðmerkingarnar og Pricer verðmiðarnir frá Edico skipti sköpum fyrir apótekið. Núna sé unnt að halda úti nýjustu verðum á öllum vörum á einfaldan máta bara með því að breyta verðunum í tölvunni og þannig sjái viðskiptavinurinn strax rétt verð og fær þar af leiðandi réttar upplýsingar og betri þjónustu .
„Edico er með framúrskarandi þjónustu og redda starfsmenn hlutunum einn, tveir og þrír. Ótrúlega fljótir að afgreiða hlutina og koma annað hvort á staðinn eða beintengjast kerfinu ef eitthvað er. Ég hef hreinlega aldrei séð annað eins“, segir Haukur enn fremur .