Framúrskarandi og til fyrirmyndar í rekstri annað árið í röð
Framúrskarandi fyrirtæki
Í 15 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Keldan í samstarfi við Viðskiptablaðið tekur saman lista á hveju rekstrarári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri.
Hvað þarf til að teljast til fyrirmyndar?
Rekstrarárin 2023 og 2022 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2021.
Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
Tekjur þurfa að hafa verið umfram 45 milljónir króna.
Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til dæmis skil á ársreikningi og rekstrarform.