Gripið og greitt hjá Bónus
Við höfum verið að vinna skemmtilegt verkefni með Bónus í innleiðingu á Gripið og Greitt. Þar geta viðskiptavinir sótt sér tæki og skannað vörurnar sínar beint í poka. Færri handtök og skemmtileg upplifun. Þegar komið er á kassa þá þarf bara að skila tækinu og greiða, engin bið og ekki þarf að taka vörurna aftur upp og skanna.
Bónus valdi Edico sem samstarfsaðila og höfum við unnið náið með þeim í þessu viðamikla verkefni. Markmið Bónus með þessu er að auka þjónustu og upplifun viðskiptavina.
Zebra PS20 og Zebra CC5000 tækin frá Edico. Öll tækin hjá Bónus eru í SOTI.
Bizerba vogin frá Edico tekur mynd af öllu því sem er sett á hana. Hún tekur svo mið af því sem er valið af skjánum hverju sinni og lærir þannig á vöruúrvalið og flýtir fyrir viðskiptavinum.