SOTI tækjastjórnun
SOTI MobiControl er miðlæg snjalltækjastjórnun sem eykur öryggi og stjórnar tækjum í gegnum líftíma þeirra
Fyrirtæki eru í dag með mun flóknara umhverfi tækja sem vinna með mikilvæg gögn fyrirtækisins. Það er ekki lengur þannig að borðtölvur séu eini samskiptamöguleikinn heldur er starfsfólk með snjalltæki, handtölvur og fleira, sú þróun á eftir að aukast frekar á næstu árum og IoT tæki bæta um betur. Mikilvægi þess að vera með rauntímaskráningu á gögnum verður lykilatriði um hvort fyrirtæki lifa af samkeppnina eða ekki.
SOTI MobiControl er miðlæg snjalltækjastjórnun sem eykur öryggi og stjórnar Apple® IOS, Google Android ™ og Microsoft Windows® tækjum í gegnum líftíma þeirra, frá dreifingu til útskipta. Það tekur á öllum þáttum í stjórnun snjalltækja - rekja búnaðinn sjálfan, stjórnar hugbúnaði og gögnum ásamt því að sjá til að tæki og gögn séu örugg og varin. SOTI er sannarlega leiðandi í að stjórna harðgerðum, sérstökum tækjum sem notuð eru í helstu atvinnugreinum, svo sem: heilsugæslu, samgöngum, flutningum, smásölu og þjónustu. Það einfaldar stjórnun á flóknu og fjölbreyttu umhverfi snjalltækja sem fyrirtæki nota í dag.
Yfirlit á einum stað
SOTI er miðlægt kerfi fyrir snjalltækjastjórnun sem einfaldar umsýslu og stjórnun í umhverfi sem er með mismunandi stýrikerfi, mismunandi tæki, mismunandi hugbúnað (öpp) og mismunandi notkunargildi
Hröð innleiðing og stillingar á tækjum
SOTI býður upp á auðveldari innleiðingu á tækjum þannig að notandinn þarf ekki sjálfur að setja upp öpp eða stillingar til að geta unnið með gögn fyrirtækisins. Soti vinnur með ýmsum lausnum til að auðvelda þessi ferli, eins og SOTI Stage, Apple DEP, Android Zerotouch Enrollment, Samsung KME, Windows Autopilot og Zebra StageNow
Virkar með öllum helstu stýrikerfum
Frá gömlu tækjum fortíðar til IoT tækja framtíðarinnar, SOTI MobiControl virkar með með flestum tækjum og stýrikerfum eins og Android frá Google, iOS og MacOS frá Apple, Microsoft Windows og Linux
Öflug öryggisstjórnun á gögnum fyrirtækisins
Starfsfólk þarf að hafa aðgengi að upplýsingum til að geta unnið vinnuna sína. SOTI Hub og SOTI Surf býður upp á þá stjórnun sem tryggir aðgengi og öryggi gagnanna