top of page

Snertilaus Þjónusta - Rafrænir Miðar

Við lifum á skrítnum tímum þar sem Covid19 hefur svo sannarlega breytt hugsun og hegðun í okkar daglega lífi. Það verður ekki hjá því komist að lífið heldur áfram og við verðum að læra að lifa með veirunni í óákveðinn tíma. Fyrirtæki og stofnanir sem nota Qmatic þjónustu- og númerakerfi eru mörg hver að bregðast við með því að innleiða snertilausa virkni til að geta haldið sínu þjónustustigi í hámarki þrátt fyrir fjarlægðatakmarkanir. Rafrænir miðar (Mobile Ticket) frá Qmatic virkar þannig að viðskiptavinir skanna QR kóða og fá vefútgáfu af númerakerfinu í snjalltækið sitt, geta valið þjónustu sem hentar og beðið þar sem meiri fjarlægð er á milli aðila. Þannig geta viðskiptavinir beðið t.d. í bíl þangað til röðin kemur að þeim. Fyrirtæki og stofnanir sem nú þegar hafa innleitt snertilausa þjónustu frá Qmatic eru Sýslumaðurinn í Kópavogi, Tryggingastofnun og verslanir Símans á Höfuðborgarsvæðinu. Fleiri fyrirtæki munu bætast við á næstunni. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á þessari virkni.





bottom of page